Stæðuþjapparar

Góð og öflug þjöppun við stæðugerð skapar kjöraðstæður fyrir verkun fóðursins og tryggir gæði þess. Með Silo Kompact stæðuþjöppurunum frá MAMMUT tryggir þú þér hámarks afköst við þjöppun og þægindi við vinnuna. Silo Kompakt koma í þremur breiddum 2,0 m / 2,5 m / 3,0 m. Stærri þjappararnir eru fáanlegir með 50 cm vökvahliðrun.

Ef aðstæður bjóða uppá það er kjörið að nota Silo Kompakt stæðuþjappara með dreifibúnaði t.d. dreifitromlu eða stæðujafnara. Þá er þjapparinn hafður aftan á dráttarvélinni og dreifibúnaðurinn að framan. Á þann hátt er hægt að dreifa og þjappa á sama tækinu sem sparar heilmikla vinnu.

Fóðrið þjappast vel og örugglega með Silo Kompakt stæðuþjappara. Þvermál valsins er 940 mm. 200 mm háir diskarnir skapa punktálag og ná því lengra niður. Bilið milli diskanna er ca. 195 mm og tryggir jafna þjöppun án þess að það safnist fyrir eða festist á milli þeirra.

Mammut mælir með því að hvert lag í stæðunni sé ekki þykkara en 30 cm þar sem þjöppunin minnkar eftir því sem hvert lag er þykkara. Við þessar aðstæður skarar Silo Kompakt fram úr.

Hægt er að þyngja þjapparana með því að fylla þá af vatni. Einnig er hægt að bæta við auka þyngingum á þjapparana. Með þyngingum og vatni er 3.0 m þjapparinn 3.600 kg!

Fyrir þá sem vilja meiri þægindi og öryggi við þjöppun þá er hægt að fá 2,5 m og 3.0 m þjapparana með 500 mm vökvahliðrun í báðar áttir. Þetta eykur þægindin og tryggir öryggi á köntum stæðunnar þar sem hægt er að keyra lengra frá brúninni.

Stæðuþjappararnir eru búnir rúllu hjólum á hliðunum sem ver þá fyrir hnjaski ef verið er að þjappa upp við steypta veggi. Smáatriðin tryggja gæðin.

Tæknilýsing

MódelSK 200 STSK 250 STSK 300 STSK 250 HSK 300 H
Vökvahliðrun---500 mm í báðar áttir500 mm í báðar áttir
Breidd2.000 mm2.500 mm3.000 mm2.500 mm3.000 mm
Heildarþvermál940 mm940 mm940 mm940 mm940 mm
Fjöldi diska1012141214
Þyngd (með vatni)1.310 kg (1.810 kg)1.530 kg (2.130 kg)1.710 kg (2.410 kg)1.740 kg (2.340 kg)1.920 kg (2.620 kg)
Mesta þyngd með vatni og þyngingum1.850 kg3.170 kg3.450 kg3.380 kg3.660 kg
Stærð 3 tengisCat II / IIICat II / IIICat II / IIICat II / IIICat II / III

Vefverð

Hafa samband 568-1500
Senda með tölvupósti
Vörunúmer: XXMASILOKOMPAKT Flokkur: