Stæðujafnarar

Stæðujafnarar frá MAMMUT eru til í 3 grunnútfærslum

  • Hurricane – vinnslubreidd upp að 450 cm
  • Ceres – vinnslubreidd upp að 470 cm
  • Donar – vinnslubreidd upp að 500 cm

Með Silo Twist stæðujöfnurum frá MAMMUT er dreifingin jöfn og góð yfir alla breidd stæðunnar. 3 grunngerðir af Silo Twist tryggja það að allir finna stærð sem hentar.

Þar sem ekki eru steyptir veggir skarar Silo Twist framúr. Með vökvastillanlega hliðarvængi er hægt að byggja upp nánast lóðréttar hliðar á stæðunni. Stillanlegu hliðarvængirnir koma í veg fyrir að fóðrinu sé hent út fyrir jaðar stæðunnar og tryggja góða þjöppun út að jöðrum.

Hurricane útgáfan er með 45 cm háa rótora og tækla þeir losunarhæð upp að 80 cm og dreifa vel úr því, yfirleitt í einni ferð. Botninn á rótoronum stendur neðar en armarnir svo hann hvílir á því fóðri sem búið er að dreifa og þjappa án þess að stæðujafnarinn grafi sig ofaní.

Ceres útgafan er með sömu rótora og Hurricane en drifið er öflugra og heildarþyngd Ceres stæðujafnaranna er meiri en Hurricane. Ceres hentar því betur í þygnri uppskeru.

Donar útgáfan er svo með 67 cm beinum rótorum sem eru paraðir saman við öflugt drif og þar með er komin útfærsla sem ræður við allt að 120 cm losunarhæð. Beinir armarnir tryggja meiri dreifibreidd svo hægt sé að dreifa úr stórum hlössum á fljótan og jafnan hátt.

Tæknilýsing

MódelHurricaneCeresDonar
Flutningsbreidd2.900 mm2.900 mm2.900 mm
Vinnslubreidd4.500 mm4.700 mm5.000 mm
Aflþörffrá 80 höfrá 100 höfrá 140 hö
Aflúrtakshraði (framan/aftan)540 / 1000540 / 10001000 / 1000
ÞyngdCa. 870 kgCa. 1.250 kgCa. 1.500 kg
Hæð rótors45 cm45 cm67 cm

Vefverð

Hafa samband 568-1500
Senda með tölvupósti
Vörunúmer: XXMASILOTWIST Flokkur: