Um Þór

ÞÓR HF var stofnað árið 1962 af Einari Þorkelssyni, fv. forstóra fyrirtækisins, og var tilgangur félagsins innflutningur og sala á vélum og tækjum til landbúnaðar og iðnaðar. Fyrirtækið var upphaflega til húsa að Hafnarstræti 8, en flutti nokkrum árum síðar að Skólavörðustíg 25, þar sem starfsemin var til húsa í 10 ár. Árið 1965 var verkstæði og varahlutaverslun flutt að Ármúla 7 og fjórum árum síðar að Ármúla 11. Öll starfsemi fyrirtækisins var komin undir sama þak árið 1975 að Ármúla 11. Árið 2007 var hluti birgðalagers fyrirtækisins fluttur að Suðurlandsbraut 14 ásamt því sem sýningarsalur stærri véla var tekinn í notkun þar. Árið 2010 var skrifstofa, véladeild, varahlutalager, vélaverkstæði ásamt öllum birgðalager fyrirtæksins flutt að Krókhálsi 16.

Í apríl 1994 var útbú stofnað á Akureyri og sinnir það aðallega véla- og verkfæradeild.