Launajafnrétti – Jafnlaunastefna 

Þór hf. leggur metnað sinn í að tryggja öllum starfsmönnum jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf, þannig að launamunur sé ekki til staðar. Stjórnendur skuldbinda sig því að fara eftir þeim lögum og reglum sem um starfsemina gilda. Þór hf. hefur í þessu samhengi innleitt verklag og skilgreint viðmið við ákvörðun launa þar sem hver og einn fær greitt fyrir starf sitt út frá verðmæti þess óháð kyni eða öðrum ómálefnalegum ástæðum. Skuldbindur fyrirtækið sig til að framfylgja jafnlaunastefnunni í hvívetna og rýna reglulega þau markmið tengd launajafnrétti sem sett eru hverju sinni.  

Þór hf. framfylgir jafnlaunastefnu sinni með eftirfarandi aðgerðum: 

  • Öðlast jafnlaunastaðfestingu í samræmi við 7. gr. / 8. gr. laga nr. 150/2020. 
  • Framkvæmir launagreiningu og kynnir niðurstöðurnar fyrir starfsfólki. 
  • Bregst við með úrbótum og eftirliti ef kröfur staðfestingarinnar eru ekki uppfylltar. 
  • Árlegri rýni stjórnenda þar sem jafnlaunamarkmið eru rýnd.