Joskin Modulo2 Haugsugur

MODULO2 haugsugurnar frá JOSKIN eru fáanlegar á einni hásingu í stærðunum frá 2.500 og upp í 11.000 lítra og á tveimur hásingum í stærðunum frá 8.400 og upp í 18.000 lítra.

Tankurinn hvílir í vöggu sem soðin er eftir endilöngnum tanknum og tekur við öllu álagi frá fjöðrunarbúnaðinum og dráttarvbeislinu. Þannig er álagið á tankinn sjálfan lágmarkað.

Tveggja hásinga haugsugurnar eru svo búnar einstakri Joskin roll-over boggiefjöðrun.

MODULO2 haugusugurnar eru öflug smíði með lága þyngdarmiðju og einstaklega gott hlutfall milli þyngdar og gæða. Eins er hægt að fá á MODULO2 haugsugurnar úrval af niðurfellingar og slöngubúnaði.

MODULO2 stendur fyrir möguleika. Beislinu er hægt að snúa við svo val er um lágan eða háan tengipunkt. Beislið er sérhannað að hvers kyns dælu lausunum hvort sem um ræðir vakúm dælu eða annars konar dælur. Eins er val um þverfjöður eða vökva fjöðrun á beislinu. Breytileg staðsetning hjólastellsins tryggir hárrétta þyngdardreifingu eftir aðstæðum. Möguleiki á að fella stærri og hærri dekkin inn til þess að tryggja að tankurinn sé undir hámarksbreidd og eins að hann sé lægri og þar með minna valtur.

Sterkustu rökin fyrir því að kaupa JOSKIN haugsugu liggja í gæðunum. Eins býður JOSKIN upp á endalausa valmöguleika og í mörgum tilfellum einstaka valmöguleika. Einn af þeim er til dæmis sjálfvirki áfyllibúnaðurinn. Hann er 8" og hægt að nota hann báðum megin við haugsuguna þ.e. hægra megin og vinstra megin.

Tæknilýsing

Tækniupplýsingar yfir tanka á einni hásingu
TýpaRúmmál (L)Rúmmál með innf. dekkjum (L)Þvermál (mm)
25002.529E/T1.135
32503.278E/T1.135
40004.262E/T1.300
50005.101E/T1.300
60006.0315.8231.400
70007.0966.8541.500
9000E/T8.9521.800
1100011.29010.7381.800
Tækniupplýsingar yfir tanka á tveimur hásingum
84008.507E/T1.600
1000010.054E/T1.700
1200012.11911.7131.800
1400014.49914.0111.900
1600016.28315.7211.900
1800018.20017.1342.000

Vefverð

Hafa samband 568-1500
Senda með tölvupósti
Vörunúmer: JOSKINMODULO2 Flokkur: