DEUTZ FAHR 5 Serían

5 Serían frá Detuz – Fahr er lína af einstaklega fjölhæfum dráttarvélum og hægt er að setja saman í fjölda mörgum ólíkum útgáfum til þess að mæta þörfum hvers og eins. 5 serían samanstendur af 4 gerðum, 5100 / 5110 / 5120 / 5130 og eru þær hlaðnar framsækinni tækni til þess að takast á við hvers kyns verkefni við allar aðstæður. Dráttarvélarnar í 5 seríunni eru fullkomin blanda af afkastamiklum mekanískum og tæknilegum lausnum, óviðjafnanlegum þægindum og einstöku útliti hönnuðu af ítalska hönnunarhúsingu Giugiaro Design. Dráttarvélarnar í 5 seríunni skarta framúrskarandi afli, skilvirkni og þokka.

Vélin

5 serían frá Deutz – Fahr er knúin af bestu mögulegu vélum sem skila frábærum afköstum, áreiðanleika og endingu. DEUTZ TCD 3.6 L04 vélin uppfyllir mengunarstaðalin Tier 4i og er búin forþjöppu og millikæli og CommonRail innspýtingarkerfi. Tier 4i mengunarstaðlinum var náð með því að nýta afgasbrunatækni (EGR) og DOC hvarfakút sem virkar sem hvati á efnahvörf í afgasinu og breytir því í hættulaus efnasambönd.

DOC hvarfakúturinn er einföld og þægileg lausn sem er viðhaldsfrí og hefur mikil þægindi umfram sótkornasíur og AdBlue mengunarvarnarkerfi. Þetta er framúrskarandi búnaður sem að þarf ekki kostnaðarsamar brunahreinsanir líkt og í sótkornasíum og hagkvæmari í rekstir en AdBlue kerfi en jafnframt nettur og fyrirferðarlítill búnaður sem skilar sér svo í betra útsýni úr ökumannshúsinu.

Annar eiginleiki sem á þátt í einstökum afköstum 5 seríunnar er tiltölulega flatur tog-feril (e. torque curve) milli 1800 og 2200 mótorsnúninga sem tryggir mótvægi þegar dregur niður í öllum gírum á helstu vinnsluhröðum við landbúnaðarstörf.

Við hærri mótorsnúninga, helst aflið stöðugt á bilinu milli 1800 snún/mín og 2.200 snún/mín sem skilar öruggri og átakslausri vinnslu jafnvel við þau störf sem kerfjast mikils afls.

Vélin er rafstýrð sem kemur í veg fyrir óþarfa sóun á eldsneyti með því að skila eingöngu nauðsynlegu afli fyrir þau verk sem tekist er á við.

Gírskipting

Gírskiptingin í 5 seríunni var hönnuð með sveigjanleika í huga. Grunnútfærslan í 5 seríunni er 5 gíra kassi, með 2 sviðum (Háu og Lágu) og mekanískur vendigír, samtals 10 gírar áfram og 10 gírar afturábak. Þessa útfærslu má svo uppfæra með því að bæta við tveimur sviðum (undirgír og skriðgír) og fá þar með 20 gíra áfram og afturábak, með lægsta hraða aðeins 162 m/klst. Báðar útfærslur skila hámarks afköstum.

Í flestum tilvikum er 5 serían þó útbúin 5 gíra kassa með 3 milligírum og 2 eða 4 sviðum sem skila þá 30 gírum áfram og afturábak eða 60 gírum áfram og afturábak og með lágmarkshraða upp á aðeins 134 m/klst. 40 km/klst hámarkshraða er þá einngi náð við lágan snúningshraða mótors sem tryggir sparneytni í akstri. Þessi útfærsla af 5 seríunni er búin kúplingsfríum vendigír með stillanlegu átaki.

P útgafan af 5 seríunni er svo búin sjálfskiptimöguleikum á milligírum sem velur sjálfkrafa hentugasta milligírinn með tilliti til álags og mótorsnúnings.

Aflúrtak

Með því að hafa val um mismunandi aflúrtakshraða eykst fjölhæfni traktorsins. Aflúrtakið í 5 seríunni er fáanlegt með 4 hröðum 540/540E/1000/1000E og er sett á og tekið af með rofa. Aflúrtakskúplingin er óháð aðalkúplingu dráttarvélarinnar. Álagsskynjun á aflúrtakinu tryggir að aflúrtakið snýst rólega en ákveðið af stað þegar það er ræst.

Notkun aflúrtaksins er rökrétt og einföld, það er sett á og tekið af með rofa og aflúrtakshraðinn er birtur á skjá í mælaborðinu. Aflúrtaksrofar eru einnig á báðu afturbrettum dráttarvélanna í 5 seríunni. Sjálfræst aflúrtak (Auto PTO) er staðalbúnaður í 5 seríunni, en það virkar á þann hátt að þegar beisli er híft upp þá slökknar sjálfkrafa á aflúrtakinu. Þegar beislinu er slakað aftur og dráttarvélin er á ferð, ræsist aflúrtakið á ný.

Tæknilýsing

Tæknilýsing5100511051205130
VélDEUTZDEUTZDEUTZDEUTZ
ÚtblásturTier 4iTier 4iTier 4iTier 4i
Strokkar / slagrými (n°/cm3)4/36204/36204/36204/3620
Hámarksafl (ECE R120) (kW/hö.)72,5 / 9981 / 11087 / 11893 / 127
Hámarkslyftigeta (kg)6.6006.6006.6006.600
Hjólhaf (4WD / 2WD) (mm)2.4302.430 / 2.3902.4402.440
Þyngd (kg)5.0505.0505.6005.600

Vefverð

Hafa samband 568-1500
Senda með tölvupósti
Vörunúmer: DZ5000 Flokkur: