KUBOTA FastBale rúllusamstæðan er bylting í rúlluverkun – þar sem aldrei þarf að stoppa.
Hún er búin 2 baggahólfum og þegar fyrra hólfið er fullt færir hún heyið á milli hólfa og klárar rúlluna í aftara hólfinu. Þegar það er fullt setur hún net á rúlluna á sama tíma og hún byrjar að fylla fyrra hólfið á ný. Ekkert stop – Ekkert vesen.
Vélin er hönnuð og smíðuð fyrir mikil afköst og allir íhlutir valdir með tilliti til þess.
Fremra hólfið er ca. 3/4 af stærð aftara hólfsins.
Vélin byrjar að þjappa í fremra hólfinu og þjappar svo aftur í því aftara.
Hægt er að velja um að nota eingöngu aftarhólfið og virkar vélin þá eins og hefðbundin samstæða.
Hnífabakkinn er dreginn út á hliðinni svo leikur einn er að taka hnífa út og brýna þá og reinsa söxunarbúnainn.
FastBale kerfið sparar ca. 18 – 20 sekúndur á hverri rúllu. Hefðbundnar rúllusamstæður eru kyrrstæðar á meðan net er sett á. Þetta er dýrmætur tími. T.d. er rúllusamstæða sem nær 40 rúllum á klst, kyrrstæð í 12 mínútur á hverri klukkustund ef hún er 18 sekúndur að setja net á.
Svo fylgja því mikil þægindi fyrir ökumanninn að þurfa ekki að vera að stöðva við netbindinguna ásamt því að allur vélbúnaður fer betur á því.
Skoðið myndböndin hér að neðan. Sjón er sögu ríkari.
Tæknilýsing
Módel | FastBale FB1000 |
---|
Rúllustærð | 1,26 - 1,27 m í þvermál / 1,23 m á breidd |
---|
Mötunarvals | Stjörnulaga í spíral. 800 mm í þvermál. 50 hardox uggar. |
---|
Sópvinda | 2,2 metra sópvinda með 5 tindaslám og tvöfaldri legubraut |
---|
Söxun | 25 hnífa söxun. Val um 6/12/13/25 hnífa inni. |
---|
Hnífabakki | Útraganlegur frá hlið. Lítið mál að skipta um hnífa. |
---|
Stíflulosun | Fall-gólf (DropFloor) virkar fyrir bæði baggahólf |
---|
Fjöldi valsa | 17 í aftara hólfi, 14 í fremra (11 + 3 sameiginlegir) |
---|
Smurkerfi á keðjur | Staðalbúnaður |
---|
Smurkerfi á legur | Staðalbúnaður |
---|
Heildarstærð (LxBxH) | 5,85 m x 2,94 m x 3,05 m |
---|
Þyngd | 7.990 kg |
---|
Dekkjastærð | 710/50-26,5 |
---|
Aflþörf | Uppgefin 150 hö - 200 hö er betra |
---|
Aflúrtakshraði | 1000 sn/mín |
---|