Weibang garðsláttuvélar eru þekktar fyrir afköst, endingu og þægindi. Þær eru hannaðar fyrir bæði fagfólk og krefjandi heimilisnotkun. Weibang sláttuvélarnar eru sterkar og áræðanlegar og hentar því sérstaklega vel í reglulegum slætti, jafnvel við erfið skilyrði.
Vélar úr Virtue-línunni eru með álskel og ryðvörn, stórum safnkassa, og stillanlegum sláttuhæðum fyrir nákvæma vinnu.
Við bjóðum þrjár útfærslur af Weibang Virtue sláttuvélum:
Virtue 53 ASD BBC LV – öflug vél með BBC,opnar á möguleikann að stöðva sláttublaðið án þess að drepa á vélinni, hentug fyrir fagmenn sem þurfa að tæma safnkassa án tafar.
Virtue 50 SSD – sérlega sterk vél með 3 gíra drifi, hliðarútfærslu, hökkunar (mulch) möguleika og álskel – frábær lausn fyrir stærri flöt og meiri álag.
Virtue 46 SVP – þægileg og fjölhæf vél með breytilegum drifhraða (variable speed), hentar vel fyrir meðalstór svæði og notendur sem vilja geta stýrt sínum vinnuhraða.