KUBOTA M7003 línan er stærsta dráttarvélalínan sem að KUBOTA framleiðir. Í henni eru 3 stærðir
M7133 – 130 hö / 150 með boosti
M1753 – 150 hö / 170 með boosti
M7173 – 170 hö / 175 með boosti
Útfærslur
Kubota M7003 línan er fáanleg í 3 útfærslum.
Standard – einfaldasta útgáfan . Rafskipt vél, alsjálfskipt á gírum og milligírum. 5 gírar og 6 milligírar. Barkastýrðar vökvasneiðumog ekki möguleiki á ISOBUS stjórnskjá.
Premium – Lúxusútgáfa. Rafskipt vél, alsjálfskipt á gírum og milligírum. 5 gírar og 6 milligírar. Rafstýrðar vökvasneiðar, armhvíla sem fjaðrar með ökumannssæti og ISOBUS skjár (7 eða 11 tommu)
Premium KVT – Lúxusútgáfa. Stiglaus skipting. Rafstýrðar vökvasneiðar, armhvíla sem fjaðrar með ökumannssæti og ISOBUS skjár (7 eða 11 tommu)
Mótor
Mótorinn í M7003 línunni er KUBOTA V6108 TIER V. 4 cylindra, 6,1 lítra diesel mótor með forþjöppu og millikæli. 4 ventlar á hverjum cylinder. Rúmtaksmikill mótor með rúmtak á við 6 cylindra vél. V6108 Tier V mótorinn uppfyllir alla helstu mengunarvarnastaðla og nær því með DPF sótkornasíu og AdBlue innspýtikerfi í afgasið.
Gírskipting
M7003 línan er í boði annars vegar með rafskipta gírskiptingu og hins vegar með stiglausa skiptingu. Báðar útfærslurnar eru smíðaðar af ZF.
Rafskiptingin er í grunninn 5 gíra kassi með 6 milligírum áfram og 3 afturábak, samtals 30 gírum áfram og 15 afturábak.Gírskiptingar eru rafstýrðar og því hraðari og mýkri en með hefðbundinni gírstöng. Gírkassinn er alsjálfskiptur á gírum og milligírum en að sjálfsögðu er hægt að skipta líka handvirkt. Sem valbúnað er hægt að fá skriðgír sem fjölgar þá gírunum í 54 áfram og 27 afturábak ásamt því að lækka lægsta hraða niður í 0,45 km/klst við 2000 sn/mín.
Stiglausa skiptingin býður uppá óháða tengingu milli snúningshraða mótors og ferðahraða dráttarvélarinnar. Hvert sem verkefnið er þá er til rétta gírhlutfallið fyrir það. Lægsti ferðahraðinn er einungis 0,05 km/klst við 2000 sn/min.
Vökvakerfi
Vökvadælan í KUBOTA M7003 línunni er álagstýrð (LS) og afkastar 110 l/min sem gerir vélina einstaklega skemmtilega í allri vinnu. Sem valbúnað er hægt að fá LS tengi (Power Beyond) að aftan sem henta vel t.d. við rúllusamstæðu. Þá kallar rúllusamstæðan eftir vökvaflæði þegar hún þarf á því að halda.
Standard vélin er búin 3 mekanískum vökvaúrtökum með stillanlegu flæði og sem valbúnað er hægt að fá það fjórða.
Premium vélarnar eru búnar 4 elektrónískum vökvaúrtökum með stillanlegu flæði og hægt að fá það fimmta sem valbúnað.
Tengibúnaður
Þrítengibeislið að aftan er rafstýrt og lyftir 9.400 kg. Á því eru opnir CAT III beislisendar. Dráttarkrókurinn er lyftutengdur og útskótanlegur (Dromone krókur) og honum fylgja bæði krókur og kjammi.
Sem valbúnað er hægt að fá frambeisli og framaflúrtkak sem gera vélina mun fjölhæfari og afkastameiri t.d. við slátt og snjómokstur.
Ökumannshús
Ökumannshúsið á KUBOTA M7003 seriunni er fjaðrandi og með því stærsta og bjartasta á markaðnum í þessum stærðarflokki véla. Nægt höfuðrými og vítt til allra átta. Vélin er búin loftpúðafjaðrandi GRAMMER sæti og bólstruðu farðþegasæti með nægu fótaplássi. Öflug miðstöð með loftkælingu og nóg af útblástursstútum. Á hægri hönd ökumanns er armhvíla með öllum helstu stjórntækjum og gírskiptihnúð. Vendigírsrofinn er svo staðstettur vinstra megin við stýrishjól en einnig er hægt að stýra vendigír með gírhnúð.
Tækni og valbúnaður
Sem valbúnað er hægt að fá í Premium vélarnar, 7" eða 11" ISOBUS skjá ásamt ISOBUS innstungu að aftan sem eykur notkunarmöguleika vélarinnar til muna. Skjáinn er hægt að nota sem stjórnskjá ISOBUS tækja sem t
Tæknilýsing
Týpa | M7133 | M7153 | M7173 |
---|
Mótor | 4 cylindra, 6,1 L Kubota mótor | 4 cylindra, 6,1 L Kubota mótor | 4 cylindra, 6,1 L Kubota mótor |
---|
Hámarks afl (97/68/EC) | 130 hö | 150 hö | 170 hö |
---|
Hámarksafl með aflauka (boosti) | 150 hö | 170 hö | 175 hö |
---|
Stærð hráolíu / Ad Blue tanks (L) | 330 / 38 | 330 / 38 | 330 / 38 |
---|
Gírskipting | Rafskipt eða stiglaus | Rafskipt eða stiglaus | Rafskipt eða stiglaus |
---|
Fjöldi gíra (rafskipting) | 30 áfram / 15 aftur | 30 áfram / 15 aftur | 30 áfram / 15 aftur |
---|
Fjöldi gíra með skriðgír (val) | 54 áfram / 27 aftur | 54 áfram / 27 aftur | 54 áfram / 27 aftur |
---|
Stærð vökvadælu | 110 l/min LS | 110 l/min LS | 110 l/min LS |
---|
Fjöldi vökvaúrtaka (Standard útfærsla) | 3 (4 val) mekanísk | 3 (4 val) mekanísk | 3 (4 val) mekanísk |
---|
Fjöldi vökvaúrtaka (Premium útfærsla) | 4 (5 val) rafstýrð | 4 (5 val) rafstýrð | 4 (5 val) rafstýrð |
---|
Beislisbúnaður að aftan | Rafstýrt CAT III | Rafstýrt CAT III | Rafstýrt CAT III |
---|
Lyftigeta að aftan | 9.400 kg. | 9.400 kg. | 9.400 kg. |
---|
Aflúrtakshraðar | 540/540E/1000/1000E | 540/540E/1000/1000E | 540/540E/1000/1000E |
---|
Lyftigeta frambeislis (val) | 3.500 kg. | 3.500 kg. | 3.500 kg. |
---|
Aflúrtakshraði að framan (val) | 1000 | 1000 | 1000 |
---|
Dekkjastærð (staðalbúnaður) | 540/65 R28 & 650/65R38 | 540/65 R28 & 650/65R38 | 540/65 R28 & 650/65R38 |
---|
Dekkjastærð (val) | . | . | . |
---|
Lengd / Hæð / Breidd (mm) | 4.768 / 3.030 / 2.500 | 4.768 / 3.030 / 2.500 | 4.768 / 3.030 / 2.500 |
---|
Þyngd ( min / max ) (Kg) | 6.600 / 7.350 | 6.600 / 7.350 | 6.600 / 7.350 |
---|