Kubota M5002

KUBOTA M5002 serían er vinsæl dráttarvélalína frá KUBOTA í stærðunum 95 og 113 hestöfl. Þetta er stærðarflokkur sem hentar einstaklega vel við íslenskar aðstæður.

Við hönnun á nýju M5002 seríunni var hlustað á þarfir bænda og tekið tillit til þeirra. Öll aðstaða ökumanns var bætt til muna, farþegasæti er nú staðalbúnaður og öll stjórntæki dráttarvélarinnar eru á góðum stað í stjórnborðinu hægra megin við ökumannssætið

KUBOTA M5002 serían er útbúin nýjustu mengunarvörnum og uppfyllir EURO V mengunarvarnarstaðalinn. Á merkilegan hátt hefur hönnuðum KUBOTA tekist að koma öllum mengunarvarnarbúnaðinum fyrir undir vélarhlíf traktorsins svo að ekki spilli hann fyrir útsýninu.

Mótor
Í KUBOTA M5002 er 4 cylindra 3,8 lítra KUBOTA diesel mótor með forþjöppu og millikæli. Sparneytinn og gangþýður mótor sem hefur reynst mjög vel. Mótorinn uppfyllir alla helstu mengunarvarnastaðla og nær því með DPF sótkornasíu og AdBlue innspýtikerfi í afgasið.

Gírkassi
Í KUBOTA M5002 línunni 6 gíra kassi með 1 kúplingsfríum milligír og 3 drifum, Háu/Lágu og skriðgír. Samtals gera þetta 36 gíra áfram og 36 gíra afturábak. Til hægðarauka er kúplingsrofi í gírstönginni þ.a. ekki þarf að stíga á kúplinguna við gírskiptingar. Vendigírinn er kúplingfrír og mjúkur. Vendigírsrofinn er mjög vel staðsettur vinstra megin við stýrishjól.

Vökvakerfi
Í KUBOTA M5002 línunni er 54 l/min tannhjóladæla fyrir vökvaúrtök, tæki og beisli. Sér dæla er svo fyrir stýri og gírskiptingu sem tryggir að vélin er ávallt létt í stýri. Tvö tvöföld vökvaúrtök eru staðlabúnaður en við höfum yfirleitt bætt 3ja vökvaúrtakinu við.

Tengibúnaður
Aftubeislið er mekanískt en sem valbúnað er hægt að fá það rafstýrt. Dráttarkrókurinn er lyftutengdur og útskjótanlegur frá Dromone og honum fylgja bæði krókur og kjammi.

Ökumannshús
Ökumannshúsið er bjart og útýsinið er gott. Í því er öflug miðstöð með loftkælingu. Loftpúðafjaðrandi Grammer sæti og niðurfellanlegt farþegasæti. 2 LED vinnuljósakastarar að framan og 2 LED vinnuljósakastarar aftur ásamt blikkljósi.

Tæknilýsing

TæknilýsingM5092M5112
Mótor4cylindra, 3,8 lítra KUBOTA mótor4cylindra, 3,8 lítra KUBOTA mótor
Hámarsk afl (hö)95115
Gírkassi6 gíra kassi með 1 milligír og L/M/H drifi.6 gíra kassi með 1 milligír og L/M/H drifi.
Fjöldi gíra36 áfram og 36 aftur36 áfram og 36 aftur
VendigírKúplingsfrír vendigírKúplingsfrír vendigír
Hámarkshraði40 km/klst við lágan snúning40 km/klst við lágan snúning
Aflúrtakshraðar540 / 540 E (Val 540 / 1000)540 / 540E (Val 540 / 1000)
DrifbúnaðurFjórhjóladrif og driflæsing á afturöxli, tregðulæsing á framhásinguFjórhjóladrif og driflæsing á afturöxli, tregðulæsing á framhásingu
VagnbremsurVökvavagnbremsurVökvavagnbremsur
Stjórnun þrítengibeislisStangarstýrt beisli (Val um rafstýrt beisli)Stangarstýrt beisli (Val um rafstýrt beisli)
Lyftigeta á þrítengibeisli (kg):4.1004.100
KrókurVökvaútskjótanlegur lyftukrókur með krók og kjammaVökvaútskjótanlegur lyftukrókur með krók og kjamma
Vökvadæla64 l/mín vökvadæla og 20 l/mín óháð stýrisdæla.64 l/mín vökvadæla og 20 l/mín óháð stýrisdæla.
Dekkjastærð420/65R24 að framan og 540/65R34 að aftan420/65R24 að framan og 540/65R34 að aftan
---------..
ÁmoksturstækiKUBOTA LK1900 M með dempara og EURO rammaKUBOTA LK1900 M með dempara og EURO ramma
Lyftigeta LK1900M2.100 kg. við jörðu annars 1.900 kg.2.100 kg. við jörðu annars 1.900 kg.
Framleiðandi ámoksturstækjaM-XM-X

Vefverð

Hafa samband 568-1500
Senda með tölvupósti
Vörunúmer: KUM5002 Flokkur: