ZA-X Mekanískir áburðardreifarar

ZA-X áburðardreifararnir frá AMAZONE hafa um árabil verið vinsælustu dreifararnir frá AMAZONE.

Þeir eru fáanlegir í þremur stærðum: 600, 900 og 1400 lítra.

Á allar stærðirnar eru fáanlegar upphækkanir til þess að auka rýmd þeirra, en burðargeta þeirra allra er 1.800 kg.

Með nýju AMAZONE ZA-X dreifurunum nást aukin afkost og notkunin er auðveldari en áður. AMAZONE dreifarar eru þekktir fyrir afar mikla nákvæmni og langa endingu.

Skífurnar í AMAZONE ZA-X dreifurunum eru úr ryðfríu stáli. Þær eru einstaklega nákvæmar og einfaldar í notkun. Auðvelt er að stilla kastplöturnar með kvarðanum á kanti skífanna. Lögun þeirra minnkar áhrif vinds á dreifnina til muna.

Áburðarmagnið er ákvarðað með tveimur sjálfstæðum stillingum á afturhlið dreifarans svo að skítur frá dráttarvélinni og áburðarryk ná ekki að stífla eða festa stilliarmana. Armarnir benda á stóran kvarða sem auðvelt er að lesa af.

Drifhlutarnir eru í olíubaði og á öxlinum inn í drifið er brotbolti. Drifið hefur sannað sig í hundruðum þúsunda dreifara um allan heim og er ein helsta ástæðan fyrir góðu orðspori AMAZONE dreifara og einstaklega góðri endingu þeirra.

Vökvastýrð opnun / lokun á hvora skífu er staðalbúnaður á AMAZONE ZA-X Perfect áburðardreifurunum.

Kögglasía sem auðvelt er að losa til þess að hreinsa er staðalbúnaður á AMAZONE ZA-X Perfect áburðardreifurunum.

Sem aukabúnað er hægt að fá jaðarbúnað á ZA-Z Perfect dreifarana. Jaðarbúnaðurinn eykur nákvæmni þegar verið er að dreifa á jöðrum túna, við girðingar, skurði o.fl. og flýtir fyrir því ferli. Jaðarbúnaðurinn er settur á / tekinn af með vökvatjakki.

Tæknilýsing

MódelZA-X 603ZA-Z 903ZA-X 1403
Rýmd (l)6009001400
Burðargeta (kg)1.0001.8001.800
Vinnslubreidd (m)10 - 1810 - 1810 - 18
Áfyllihæð án upphækkunar (cm)9197116
Áfyllibreidd (cm)140189189
Eiginþyngd (kg)212248275
Aflúrtakshraði (sn/min)540540540

Vefverð

Hafa samband 568-1500
Senda með tölvupósti
Vörunúmer: AZZAX Flokkur: