ZA-V Tölvustýrðir áburðardreifarar

ZA-V dreifararnir eru afar fullkomnir og afkastamiklir áburðardreifar frá AMAZONE. Þessir dreifarar eru með tölvustýrðum stjórnbúnaði sem sér um að skammta áburðinn miðað við breytilegar aðstæður hverju sinni. Með þessum búnaði næst nákvæmari dreifing áburðarins.

Hægt er að fá dreifarana í 3 grunnútfærslum

Með hraðaskynjara sem ákvarðar áburðarmagn út frá aksturshraða.

Með hraðaskynjara og vigtarsellu, áburðarmagn ákvarðað út frá aksturshraða og magni áburðar sem flæðir úr dreifara.

Með hraðaskynjara, vigtarsellu og glussadrifi.

Við AMAZONE ZA-V er hægt að fá GPS búnað sem einfaldar dreifingu til muna.
AMAZONE ZA-V dreifarana er hægt aðf á með ISOBUS stjórnbúnaði.

Skífurnar og allur dreifibúnaðurinn í AMAZONE ZA-V dreifrunum er úr ryðfríu stáli. Skífurnar eru einstaklega nákvæmar og einfaldar í notkun. Auðvelt er að stilla vinnslubreidd þeirra með kvarðanum á kanti skífunnar

ZA-V driefararnir eru fánlegir með vökva opnun / lokun eða rafstýrða opnun á hvora skífu og stærð opsins er tölvustýrt svo dreifninni er alltaf stýrt í samræmi við rauntímagögn (aksturshraða, þynd og GPS hnit) og því alltaf besta nýtingin á áburði.

Hægt er að velja um 4 tegundir af stjórn tölvum allt eftir þörfum og hentugleika. Tölvurnar hafa einfalt notendaviðmót og eru þægilegar í notkun.

Kögglasía sem auðvelt er að taka úr og hreinsa er staðalbúnaður á AMAZONE ZA-V áburðardreifurunum.

Jaðarbúnaðurinn (aukabúnaður) sparar áburð og eykur nákvæmni við dreifingu á jöðrum túna. Settur á / tekinn af með vökvatjakk eða rafmangstjakk og þarf þá engar vövkalagnir yfir í dreifarann.

Tæknilýsing

MódelRýmd (lítrar)Vinnslubreidd (m)Áfyllihæð (cm)Áfyllibreidd (cm)Eiginþyngd (kg)
ZA-V 14001.40010 - 36113222351
ZA-V 17001.70010 - 36123222357
ZA-V 20002.00010 - 36132222366
ZA-V 22002.20010 - 36131271444
ZA-V 26002.60010 - 36148222420
ZA-V 27002.70010 - 36142271463
ZA-V 32003.20010 - 36154271481
ZA-V 42004.20010 - 36177271579

Vefverð

Hafa samband 568-1500
Senda með tölvupósti
Vörunúmer: AZZAV Flokkur: