Rakstarvélar 2 – stjörnur – Hliðarrakstur

KUBOTA rakstarvélarnar byggja á þaulreyndri hönnun Kverneland á rakstrarvélum. KUBOTA rakstarvélar fást í einnar, tveggja og fjögurra stjörnu útgáfum í vinnslubreiddum frá 3,2 metrum upp í 15,0 metra. Einnar stjörnu vélar fást bæði lyftutengdar og dragtengdar. Tveggja stjörnu útgáfur í boði með hliðar eða miðjurakstri svo að rétta vélin ætti að vera til fyrir sérhvert bú.
Tveggja stjörnu vélarnar með hliðarrakstri eru til í vinnslubreiddum frá 6,65 m – 7,70 m. Þær fást í tveimur útfærslum, RA2000 seríunni og RA2500 seríunni

RA2000 serían eru léttbyggðari vélar, legurnar og brautirnar eru í olíubaði og þarfnast ekki reglubundins viðhalds.

RA2500 serían eru vélar ætlaðar fyrir meiri átök og meiri notkun. Þær eru búnar öflugri stjörnum, tindaörmum sem auðvelt er að skipta um og viðhaldsfríum legum í brautum.

Allar KUBOTA rakstarvélar eru búnar sveigðum örmum sem tryggir reglulega og jafna myndun múga. Að auki kemur sveigð hönnunin í veg fyrir að heyið ýtist inn að rótormiðjunni til þess að tryggja hámarksafköst. Þegar armurinn hefur snúist um 90° vísar sveigjan upp á við sem veldur því að armurinn liggur ekki í múganum heldur fyrir ofan hann svo múgarnir eru léttari og loftar betur um þá.

Flestar KUBOTA tveggja stjörnu rakstrarvélar eru búnar TerraLink Quattro sem aðlagar stjörnurnar að landinu jafnóðum í þrívídd. Stjarnan snýst um öxul samsíða á akstursstefnu sem tryggir fullkomna eftirfylgni í hliðarhalla, hvort sem hann snýr að eða frá vélinni. Sérstök smíði burðararma stjörnunnar ásamt efnissamsetningu þeirra leyfir ákveðið vindingsálag á arminn, þ.a. þegar stjarnar fer ofan í laut eða yfir hæð, vinst upp á arminn og stjarnan lagar sig fullkomlega að yfirborði landsins

2 stjörnu rakstrarvélar eru háar og fyrirferðamiklar í geymslu. Á flestum KUBOTA rakstrarvélunum er hægt að taka arma af á einfaldan máta til þess að lækka hæð þeirra í flutningsstöðu

KUBOTA 2ja stjörnu rakstrarvélarnar eru búnar eltihásingu á landhjólunum að aftan þannig að rakstrarvélin eltir dráttarvélina betur. Á þennan hátt geta KUBOTA rakstrarvélar náð allt að 80° beygju.

Tæknilýsing

ModelRA2070RA2071 (halarófa)RA2577
Vinnslubreidd6,65 m6,60 m7,70 m
Fjöldi arma á stjörnu (fremri / aftari)11 / 1211 / 1212 / 13
Þyngd2.300 kg1.350 kg2.160

Vefverð

Hafa samband 568-1500
Senda með tölvupósti
Vörunúmer: KURA2HL Flokkur: