Í KUBOTA SE1000 ruddasláttuvélalínunni eru nettar og léttbyggðar vélar til notkunar við slátt á rudda og öðrum grænum svæðum, umferðareyjum, engjum og svipuðum aðstæðum. Í SE1000 línunni eru 2 módel í vinnslubreiddum 1,50 m og 1,80 m. SE1000 vélarnar eru einfaldar í notkun og viðhaldi.
Vélarnar eru búnar alhliða blöðum sem staðalbúnað en hægt er að fá sérstök blöð fyrir aðstæður þar sem mikið er um steina og eins hægt að fá bollablöð sem aukabúnað.
Kjarninn í SE1000 vélunum er rótorinn sem snýst á háum snúningshraða (2052 sn/mín). Á rótornum er svo ríflegur fjöldi hnífa sem gerir SE1000 ruddasláttuvélarnar framúrskarandi.
SE1000 vélarnar er hægt að hliðra handvirkt þ.e. beislið getur verið á miðri vélinni eða vinstra megin við mðju svo hún standi út fyrir hægra hjól dráttarvélarinnar. SE1000 vélarnar eru búnar valsi að aftan sem tryggja rétta vinnsluhæð. Sem valbúnað er hægt að búa þær skíðum á hliðunum.
Helstu kostir SE1000
*Nettar og léttar vélar.
*Henta dráttarvélum upp að 50 hö.
*Einfaldar í notkun
*Lágmarks viðhaldsþörf
*Mikið úrval hnífa.
Tæknilýsing
Módel | SE1150 | SE1180 |
---|
Vinnslubreidd | 1,50 m | 1,80 m |
---|
Þyngd | 300 kg | 335 kg |
---|
Fjöldi hnífa | 80 | 96 |
---|
Aflþörf | 25 hö | 25 hö |
---|