DM3000 Diskasláttuvélar Miðjuhengdar

KUBOTA DM3000 diskasláttuvélarnar eru miðjuhengdar og fylgja landinu því betur eftir en hliðhengdar vélar. DM3000 sláttuvélarnar frá KUBOTA er léttbyggðar en fáanlegar í úrvali vinnslubreidda frá 2,8 m uppí 4,0 m. Þyngdin er frá 810 – 940 kg. Það gerir það að verkum að hægt er að nota léttbyggðari dráttarvélar við DM3000 diskasláttuvélarnar frá KUBOTA.

DM3000 serían er miðjuhengd og það tryggir að þyngd vélarinnar dreifist jafnt yfir allan sláttubakkann. Vélin er því fljótari að laga sig að ójöfnum sem dregur úr sliti á sláttuborðinu sjálfu og tryggir betri slátt. Vélin sjálf er búin stillanlegri gormafjöðrun og hægt er að stilla hana á mjög einfaldan máta.

DM3000 diskasláttuvélarnar eru líkt og allar KUBOTA diskasláttuvélar búnar 3-hyrningslaga sláttudiskunum. Fjöldi diskanna er alltaf slétt tala (8 eða 10) og diskarnir snúast því ávallt í gangstæða átt sem tryggir mun betri dreifingu og betra flæði í gegnum vélina. Allar KUBOTA diskasláttuvélar eru búnar snarskiptum á hnífum.

KUBOTA DM3000 diskasláttuvélarnar passa einstaklega vel við DM4000 framsláttuvélarnar sem til eru í vinnslubreiddum 2,8 m og 3,2 m sem gefur heildar vinnslubreidd upp í allt að 6,8 metra.

Tæknilýsing

ModelDM3028DM3032DM3036DM3040
Vinnslubreidd2,8 m3,2 m3,6 m4,0 m
Fjöldi diska881010
Þyngd810 kg840 kg880 kg940 kg
Aflþörf50 hp50 hp60 hp70 hp

Vefverð

Hafa samband 568-1500
Senda með tölvupósti
Vörunúmer: KUDM3000 Flokkur: