Kubota Smátraktor – EK1-261
Nánari upplýsingar
Við kaup á EK1-261 fylgir inneign uppí tæki á lager fyrir EK1-261 að verðmæti 250.000 kr +vsk ( 310.000 kr. með vsk )
K1-261 kemur með ámokstursgræju ( skólfu að framan )
KUBOTA EK1-261 frá Escort-Kubota er einföld dráttarvél sem hentar í flest smærri verk. Stærð og fjölhæfni dráttarvélarinnar gera henni kleift að ráða við margvísleg og fjölbreytt verkefni.
Öflug og fjölhæf
Kraftur og fjölhæfni gera Escort-Kubota EK1-261 að tilvalinni dráttarvél fyrir létt verk, svo sem slátt, landmótun og létta jarðvinnslu. Dráttarvélin er fáanleg með landbúnaðar- eða grasdekkjum.
3ja strokka dísilvélin á EK1-261 tryggir afköstin, jafnvel við krefjandi aðstæður. Dráttarvélin er einföld og auðveld í viðhaldi.
Öllum stjórntækjum ökumanns er haganlega fyrirkomið. Mikil lyftigeta, lipurð og smæð dráttavélarinnar mál gera EK1-261 að fullkominni dráttarvél fyrir smærri verkefni. EK1-261 hentar einkar vel smærri landeigendum, frístundabændum og jafvel sumarbústaðaeigendum.
Mikið úrval tækja og búnaðar til að tengja við vélina er fáanlegt.
Tæknilýsing
Mótor | 25ha, 3ja strokka Mitsubishi díselmótor, 1.318 m3, Útblástursstaðall V |
---|---|
Gírkassi | Alsamhæfður beinskiptur gírkassi, 9 gírar áfram og 3 afturábak |
Framdrif | Drif á öllum hjólum (4WD). Framdrifsinnsetning handvirk |
Vökvakerfi | Aðaldæla 19,3 l/mín. Stýrsdæla 14 l/mín |
Vökvaúrtök | 1 tvívirkur vökventill (staðalbúnaður). Vibótarven |
Aflúrtak | Tveggja hraða aflúrtak að aftan, 540 og 540E |
Vökvalyfta | Þrítengibeisli Kat 1. Lyftigeta 750 kg. Beislisstífing. Draft/position stýring á lyftu. |
Framhásing | 315 mm undir lægsta punkt. Alóháð vökvastýri. |
Afturöxull | Mismunadrifslás. Hemlar í olíubaði. |
Hjólbarðar – landbúnaðardekk | 6.00-12 að framan, 8.3-20 að aftan |
Hjólbarðar – grasdekk | 23×8.5-12 að framan, 33×15.5-16.5 að aftan |
Þyngdarklossar | Fjórir þyngdarklossar að framan, samtals 120 kg |
Ljósabúnaður | Ökuljós, stefnuljós, ljóskastari að aftan, snúningsljós ofan á öryggisramma |