Nokkur orð um Sláttuvélar
Það eru til margar gerðir af sláttuvélum frá MAKITA og EGO. Þónokkur munur á milli gerða innan beggja merkja, þú getur valið þér sláttuvél eftir því sem hentar þér og þínum þörfum, gott er að hafa eftirfarandi í huga við val á sláttuvél:
Hvað er grasflöturinn stór?
Stærð flatarins hjálpar þér að vita hversu breiða og afl mikil vél hentar þér best.
Drif?
Allar EGO vélarnar koma með drifi, en aðeins nokkrar frá Makita, það getur skipt máli á stærri grasflötum eða í brekku.
Áttu rafhlöður fyrir Makita eða Ego í safninu?
Ef þú átt eitthvað af rafhlöðum fyrir verkfæri eða önnur tól, gæti verið gott að samnýta rafhlöðurnar fyrir sláttuvélina og um leið fá tækifæri til að velja ódýrari sláttuvél.