Viðskipta- og ábyrgðarskilmálar Þórs hf.
Útgáfa 6. desember 2022
1. Gildissvið
1.1. Þessir almennu viðskipta- og ábyrgðarskilmálar (hér eftir einnig nefndir „skilmálarnir“) gilda um alla sölu og afhendingu Þórs hf., kt. 710269-3869, Krókhálsi 16, 110 Reykjavík (hér eftir einnig nefnt „Þór“ eða „seljandi“) á vörum og þjónustu til kaupenda (hér eftir einnig nefnd „viðskiptin“).
1.2. Að því marki sem ófrávíkjanleg ákvæði laga eru í ósamræmi við skilmálana, þá gilda þau ákvæði framar skilmálunum. Hér er sérstaklega átt við lög nr. 48/2003 um neytenda-kaup og lög um neytendasamninga, nr. 16/2016.
1.3. Önnur ákvæði, skilmálar eða samningar um viðskipti milli Þórs og kaupenda gilda aðeins ef þau eru skrifleg og undirrituð formlega af báðum aðilum.
1.4. Ákvæði skriflegra kaupsamninga eða annarra skriflegra samninga við afhendingu vöru gilda framar ákvæðum sem fram koma í tilboðum eða pöntunarstaðfestingum.
2. Kaupverð
2.1. Seljanda er heimilt að breyta söluverði á vöru eða þjónustu, sem ekki er afhent um leið og samkomulag um kaup kemst á, hafi orðið breyting á sköttum, tollum, gengi gjaldmiðla o.sv.frv., þar til afhending á sér stað.
3. Afhending og áhætta af söluhlut
3.1. Ef ekki er um það samið skriflega, er afhending söluhlutar og þjónustu hjá seljanda á Krókhálsi 16, 110 Reykjavík eða Baldursnesi 8, 603 Akureyri.
3.2. Ef samkomulag er um að seljandi skuli senda söluhlut til kaupanda, skal kaupandi bera allan kostnað af sendingunni og, eftir atvikum, tryggingu á sendingu. Kaupandi ber alla áhættu af skemmdum sem kunna að verða á söluhlut þegar hann yfirgefur húsnæði og lóð seljanda.
4. Vöruskil
4.1. Kaupanda er heimilt að skila söluhlut gegn framvísun reiknings innan 14 daga frá afhendingu og skal þá seljandi endurgreiða vöruna með sama greiðslumáta og notaður var við kaupin. Kaupandi getur aðeins skilað söluhlut í upprunalega ástandi og í upp-runalegum, óskemmdum umbúðum, á þann stað sem seljandi afhenti söluhlutinn.
4.2. Sé innsigli á söluhlut er kaupanda óheimilt að skila honum hafi innsiglið verið rofið.
4.3. Seljanda ber ekki að taka við skilum á sérpöntuðum söluhlutum. Þó getur seljandi kosið að taka á móti skiluðum sérpöntuðum söluhlut með afslætti eða afföllum af upp-runalegu kaupverði.
5. Takmörkun ábyrgðar seljanda vegna tafa á afhendingu
5.1. Ef ekki er vikið að því sérstaklega í skriflegu samkomulagi milli aðila, er afhendingar-dagur söluhlutar áætlun miðað við vitneskju seljanda. Seljanda er heimilt að breyta afhendingardegi verði breyting á pöntun frá kaupanda.
5.2. Verði töf á afhendingu söluhlutar, s.s. vegna skorts á aðföngum, vörum, þjónustu, aðflutningi hjá birgja seljanda, verktaka eða undirverktaka, eða af öðrum sambæri-legum ástæðum, ber seljandi ekki ábyrgð á slíku.
5.3. Eigi seljandi rétt á að falla frá pöntun og afhendingu söluhlutar hjá sínum birgja án kostnaðar fyrir seljanda þá getur kaupandi almennt fallið frá viðskiptunum. Ef hins vegar seljandi hefur ekki slíkan rétt gagnvart sínum birgja áskilur seljandi sér rétt til þess að hafna kröfu kaupanda um að fallið sé frá kaupunum og/eða krefjast skaðabóta vegna tjóns sem hlýst af afpöntun vörunnar.
5.4. Verði töf á afhendingu söluhlutar eða þjónustu, sem ekki fellur undir grein 5.2 að ofan, er kaupanda heimilt að falla frá viðskiptunum.
5.5. Kaupanda er óheimilt að krefja seljanda um bætur, þ.m.t. skaðabætur vegna rekstrar-taps, glataðs tíma, glataðs hagnaðar eða óbeins taps sökum tafa á afhendingu eða riftunar seljanda á viðskiptum.
5.6. Aðilar eru meðvitaðir um að upp geti komið ófyrirséðar aðstæður (hér eftir einnig „force majeure“), sem ekki verða séðar fyrir og ekki væri hægt að koma í veg fyrir þrátt fyrir að gerðar séu eðlilegar ráðstafanir. Verði tafir á afhendingu söluhlutar eða þjónustu, eða verði afhending söluhlutar eða þjónustu ómöguleg sökum force majeure er seljanda heimilt að fella niður viðskiptin enda hafi aðstæðurnar varað í meira en 30 daga. Kaupanda getur ekki krafist bóta, þ.m.t. skaðabóta, vegna force majeure.
6. Gallar
6.1. Kaupanda ber að fara eftir leiðbeiningum seljanda, leiðbeiningum sem fylgja sölu-hlutum og öðrum skriflegum og munnlegum leiðbeiningum frá seljanda við notkun og viðhald söluhlutar. Kaupanda ber að nota söluhlut einungis í þeim tilgangi sem sölu-hlutnum er ætlað. Enn fremur ber kaupanda að fara eftir öllum viðeigandi lögum og reglum við notkun söluhlutar.
6.2. Við afhendingu söluhlutar, áður en hann er tekinn í notkun, skal kaupandi skoða og yfirfara söluhlut til staðfestingar um að ástand, gæði og magn söluhlutar sé í samræmi við viðskipti og leita eftir göllum.
6.3. Sé það niðurstaða kaupanda að ástand, gæði eða magn söluhlutar sé ekki í samræmi við viðskiptin eða að söluhlutur sé gallaður skal kaupandi tilkynna seljanda það skriflega með nánari útskýringu, ásamt ljósmyndum eða öðrum gögnum því til staðfestingar, innan við 7 dögum eftir að kaupandi varð þess var, eða mátti verða þess var.
6.4. Komi upp galli í nýjum söluhlut innan við 12 mánuðum (6 mánuðum í tilfelli varahluta) frá afhendingu, skal seljandi, að eigin vali: afhenda nýjan söluhlut í skiptum fyrir þann sem gallaður var, lagfæra söluhlut án kostnaðar fyrir kaupanda eða endurgreiða kaup-anda kaupverðið. Þessi grein 6.4 á aðeins við ef um er að ræða framleiðslu- eða efnis-galla. Kaupandi ber kostnað af því að koma söluhlut til, og frá, seljanda kjósi hann að nýta sér rétt sinn samkvæmt þessari grein 6.4.
6.5. Seljanda ber ekki að bæta galla, bilanir eða annað sem rekja má til þess að kaupandi fylgdi ekki fyrirmælum og leiðbeiningum sbr. grein 6.1, ef um er að ræða atriði sem rekja má til eðlilegrar notkunar og geymslu söluhlutar, ef söluhlutur var notaður í öðrum tilgangi en honum var ætlaður, ef notaðir voru varahlutir eða rekstrarvörur aðrar en þær sem framleiðandi söluhlutar eða seljandi hefur tilgreint, ef annar aðili en seljandi framkvæmdi (eða reyndi að framkvæma) viðgerð eða þjónustu á söluhlut eða ef kaupandi breytti söluhlut á máta sem ekki er í samræmi við tilgang söluhlutar, lög eða CE vottun söluhlutar.
6.6. Seljanda ber ekki að þjónusta söluhlut eða skipta út varahlutum samkvæmt grein 6.4 í tilfellum þar sem kaupandi er fær um að gera slíkt sjálfur. Hafi kaupandi bætt við tækjum eða íhlutum við söluhlut eftir afhendingu ber kaupandi kostnað af því að fjar-lægja slík tæki eða íhluti sé þess þörf við þjónustu eða lagfæringu galla.
6.7. Seljanda er heimilt að innheimta kostnað frá kaupanda vegna óréttmætra tilkynninga um galla.
6.8. Kaupanda er ekki heimilt að krefjast bóta af hendi seljanda vegna rekstrartaps, tíma-taps, glataðs hagnaðar eða annars óbeins kostnaðar vegna galla í söluhlut eða einhliða riftunar kaupanda.
6.9. Hefji seljandi viðræður við kaupanda um sameiginlega lausn á galla felur slíkt ekki í sér sjálfkrafa viðurkenningu seljanda á tilvist galla.
6.10. Gallaðir söluhlutir sem skipt er út og varahlutir sem skipt er um samkvæmt grein 6.4 eru eign seljanda.
7. Notuð tæki
7.1. Í viðskiptum með notaða söluhluti, þ.m.t. dráttarvélar og landbúnaðartæki, eru slíkir söluhlutir seldir í því ástandi sem þeir eru. Seljandi veitir enga ábyrgð á þeim og þeim fylgja engin réttindi gagnvart seljanda.
7.2. Þegar Þór er kaupandi að notuðum söluhlutum skal Þór gefinn kostur á að skoða og prófa tækið.
8. Greiðsla
8.1. Kaupandi skal greiða fyrir söluhlut við afhendingu, nema um annað sé samið.
8.2. Vextir af ógreiddum, gjaldföllnum kröfum eru hæstu mögulegir dráttarvextir eins og þeir eru ákvarðaðir af Seðlabanka Íslands á hverjum tíma.
8.3. Seljanda er heimilt að ráðstafa greiðslum frá kaupanda fyrst til niðurgreiðslu vaxta, þ.m.t. dráttarvaxta, í viðgerðir, viðhald, kostnað, tryggingar og varahluti á söluhlut áður en kemur til greiðslu ógreidds kaupverðs.
9. Reikningsviðskipti
9.1. Seljandi telst eigandi söluhlutar þar til hann hefur verið greiddur að fullu ásamt vöxtum og kostnaði.
9.2. Í reikningsviðskiptum er seljanda heimilt að krefja kaupanda um undirritun skriflegs kaupsamnings, töku trygginga o.sv.frv., áður en seljandi afhendir söluhlut. Kaupanda ber eftir atvikum að tryggja söluhlut í eigin nafni þar til kaupverð skv. gr. 9.1 hefur verið greitt að fullu. Tryggingarverðmæti skal þá vera kaupverð að viðbættum vöxtum og kostnaði eins og við á.
9.3. Þar til greiðsla skv. gr. 9.1 hefur verið innt af hendi ber kaupanda að varðveita söluhlut á öruggum stað og halda söluhlut í góðu ástandi og gefa seljanda aðgang að söluhlut til skoðunar.
9.4. Þar til greiðsla skv. gr. 9.1 hefur verið innt af hendi er kaupanda óheimilt að veðsetja söluhlut eða gera aðrar ráðstafanir sem veitt gætu þriðja aðila beinan eða óbeinan eignarrétt yfir söluhlutnum. Ef kaupandi leigir söluhlut eða veitir þriðja aðila aðgang að honum ber kaupanda að afla viðeigandi trygginga fyrir söluhlut og upplýsa seljanda um staðsetningu hans.
9.5. Kaupanda er óheimilt að fela öðrum en seljanda viðgerðir eða þjónustu á söluhlut þar til greiðsla skv. gr. 9.1 hefur verið innt af hendi.
9.6. Seljandi áskilur sér rétt til að leita allra nauðsynlegra upplýsinga, þar á meðal um fjármál viðskiptavina í gagnagrunni Creditinfo og í eigin gögnum varðandi fyrri viðskipti, þegar umsókn um reikningsviðskipti eða breytingu þar á er til skoðunar.
9.7. Viðskiptavinur heimilar seljanda að óska skráningar á vanskila-skrá Creditinfo á vanskilum sem varað hafa í minnst 40 daga frá eindaga.
10. Viðgerðir, þjónusta og varsla söluhlutar
10.1. Annist seljandi þjónustu, skoðun, úttekt, viðhald, viðgerðir, ráðgjöf eða annað sam-bærilegt (hér eftir „þjónustan“) fyrir kaupanda annars staðar en hjá seljanda, skal kaupandi greiða fyrir akstur starfsmanna seljanda, eða verktaka á hans vegum, þangað sem þjónustan skal fara fram sem og akstur aftur til seljanda. Seljanda er heimilt að hafna ósk kaupanda um þjónustuna annars staðar en hjá seljanda án ástæðu.
10.2. Hafi kaupandi óskað eftir þjónustunni hjá seljanda og afhent honum söluhlut og hafi kaupandi dregið það að sækja söluhlutinn og/eða ekki greitt fyrir þjónustuna, er seljanda heimilt að selja söluhlut að þremur mánuðum liðnum. Skal seljandi þá ráðs-tafa söluandvirðinu samkvæmt grein 8.3.
10.3. Seljandi ber ekki ábyrgð á vöktun, þjófnaði, skemmdum, rýrnun söluhlutar eða öðru sambærilegu á meðan söluhlutur er í vörslu seljanda nema kaupandi sýni fram á stór-kostlega vanrækslu seljanda.
10.4. Seljandi ber ekki ábyrgð á kostnaði vegna tafar á afhendingu þjónustunnar, þ.m.t. vegna taps eða skemmda á eignum, rekstrartaps, tímataps, glataðs hagnaðar eða sambærilegs.
10.5. Veiti seljandi söluhlut viðtöku til skoðunar og kjósi kaupandi síðar að óska ekki eftir þjónustunni, skal kaupandi greiða seljanda skoðunargjald.
10.6. Vilji kaupandi óska eftir að gjald fyrir þjónustuna verði ekki hærra en fyrir fram ákveðin hámarksupphæð, getur kaupandi aðeins gert það við afhendingu söluhlutar til þjónustunnar. Seljandi skal eftir bestu getu reyna að halda gjaldinu undir hámarks-upphæðinni en kaupandi er meðvitaður um, og samþykkir, að gjaldið getur orðið hærra vegna ófyrirséðra atvika.
10.7. Kjósi kaupandi að fá hluti úr söluhlut sem skipt var út fyrir varahluti afhenda, skal hann tilkynna seljanda það við afhendingu söluhlutar. Seljandi mun annars farga viðkomandi hlutum á kostnað kaupanda. Seljanda er þrátt fyrir ákvæði þessarar greinar 10.7 ávallt heimilt að farga vökvum, spilliefnum og öðru sem seljanda reynist ómögulegt að varð-veita, á kostnað kaupanda.
11. Skaðabótaábyrgð
11.1. Seljandi ber ekki bóta- eða skaðabótaábyrgð, aðra en sem getið er um í skilmálunum, nema vegna stórfelldrar vanrækslu seljanda.
11.2. Þrátt fyrir grein 10.1 ber seljandi enga ábyrgð vegna óbeins taps eða kostnaðar, þ.m.t. vegna taps eða skemmda á eignum, rekstrartaps, tímataps, glataðs hagnaðar eða sambærilegs.
11.3. Beri seljanda að greiða bætur vegna notkunar, breytingar, förgunar, sölu, leigu eða annarrar ráðstöfunar söluhlutar skal kaupandi endurgreiða seljanda slíkar bætur.
1. Lög og lögsaga
12.1. Um skilmála þessa og sérhvern ágreining eða kröfu sem til verður út af eða í tengslum við efni þeirra gilda íslensk lög.
12.2. Mál sem höfðuð eru vegna eða í tengslum við skilmálana skulu höfðuð fyrir Héraðs-dómi Reykjavíkur.