Nánari upplýsingar
Bateson HB48
48HB er stærsta gripaflutningakerran sem að BATESON framleiðir á 16″ dekkjum. Þeir framleiða ekki stærri kerrur af öryggisástæðum þar sem þessi kerra fulllestuð gæti farið yfir 3.500 kg heildarþyngd, en það er það mesta sem að kerra má vega án utanaðkomandi bremsubúnaðar. Stærri kerra, með 3 hásingum myndi vega meira og þar með vera með minni leyfilegan burð. BATESON framleiðir þessa kerru líka sem “lágþekju” og heitir hún þá 48LT
48HB kerran rúmar mjög vel 4-6 hesta. Eins er hægt að bæta við auka þverskilrúmi og nota þá fremsta bilið sem hnakkageymslu. Þá rúmar kerran vel 4 hesta auk hnakka og búnaðar.
Allar gripaflutningakerrur frá BATESON eru með galvaniseraðari grind og 2mm álhliðum og plasthúðuðu galvaniseruðu stáli í toppnum. Gólfið er úr 18 mm mótakrossvið sem klæddur er með álplötu með gripáferð. Rampurinn er klæddur mótakrossvið svo síður glamri í honum þegar hross á járnum eru leidd upp í kerru.
48HB kerran er ríkulega búin og má þar nefna
Sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum.
Sjálfvirkur útsláttur á bremsum þegar bakkað er.
Hliðarhurð hægra megin
Hliðgrindur á rampi
Gúmmímottur í gólfi
1 þverskilrúm ( sem aukabúnað má fá fleiri þverskilrúm í kerruna)
Ljós
Varadekk og nefhjól
Sem aukabúnað er hægt að fá milligólf til fjárflutninga í kerruna og hefur 48HB kerran einmitt verið mjög vinsæl með slíkum búnaði.
Tæknilýsing
Eiginþyngd |
950 kg. |
Burðargeta |
2.150 kg. |
Utanmál (LxBxH) |
5,00 x 2,27 x 2,62 (m) |
Innamán (LxBxH) |
3,60 x 1,73 x 2,10 (m) |
Dekkjastærð |
205 x 16 |
Hæð dráttarkúlu |
500 mm |