Nánari upplýsingar
Penditwist Basicer dreifibóma með opnum slönguendum sem leggja mykjuna á yfirborð túnsins og þar með minka tap á áburðarefnum.
Hún kemur í vinnslubreiddinni 6 og 7,5 metrar. Með 25 cm bili milli stúta.
Basicbóman er smíðuð úr hágæða sterku stáli, hönnuð til að vera létt viðbót aftan á tankinn og heitgalvanseruð til að lengja líftímann.
Hún er hönnuð til að festast beint aftan á venjulegt 600 mm. Mannop aftan á tönkum hvort sem það eru tankar frá Joskin eða öðrum,
hún er einnig fánleg með festingum fyrir lyftubeisli aftan á tönkum eða aðrar sérsmíðaðar lausnir.
Með þessu móti hentar hún bæði á gamla tanka jafnt sem nýja.
Basicbóman er útbúin sérstæðri vökvakistu með stjórnboxi inn í vél sem er annaðhvort tengd við venjulega tvívirka vökvasneið eða Loade sensing kerfi
og því auðvelt að tengja hana aftan á hvaða tank sem er, eina sem þarf er rafmagn, Power slöngu, return slöngu og LS slöngu ef það er möguleiki.
Penditwist Basicdreifibóman kemur því tilbúin með öllum þeim kerfum sem hún þarf til að starfa eðlilega bæði með LS vökvakerfum og venjulegum (open or closed circuit).
bóman er útbúin með lóðréttum hjámiðju-söxunardeili með stillanlegu flæði og steinagildru, sem sér um að tryggja jafnt og óhindrað flæði mykju í allar slöngurnar.
Einnig er hægt að fá bómurnar útbúnar með venjulegum dreifistút framhjá slöngunum til að dreifa þykkri og erfiðari mykju.