Skilmálar Þórs tækjaleigu

Dagsetning: 1. ágúst 2023

Almennt

Eftirfarandi skilmálar gilda skilmálar um alla útleigu á vélum og tækjum frá Þór hf. (hér eftir einnig nefnt „Þór“ eða „leigusali“) til leigutaka, nema sérstaklega hafi verið samið á annan veg. Skilmálarnir gilda einnig um alla aðra þjónustu og vörur sem leigutaki eða viðskiptavinir móttaka, kaupa eða þiggja frá Þór.

Í þessum skilmálum er hið leigða, í hluta eða heild, eftir því sem við á, nefnt „tækið“, jafnvel þótt um sé að ræða nokkur aðskilin tæki eða aðskilda hluta viðkomandi tækis.

Leigutímabil

Leigutímabil hefst á þeim degi er tækið yfirgefur starfsstöð leigusala. Leigutímabili lýkur á þeim degi sem tækið berst aftur á starfsstöð leigusala á auglýstum opnunartíma.

Leiga er greidd fyrir allt leigutímabil óháð því hvort leigutaki hafi notað tækið eða á hvaða dögum leigutaki notaði tækið. Við útreikning á leiguverði gerir leigusali ráð fyrir að tækið sé notað í allt að 7½ klukkustund á degi hverjum. Sé tækið notað í vöktum er leiga uppreiknuð með stuðlinum 1,5 fyrir tvær vaktir en 2 fyrir þrjár vaktir.

Skyldur leigutaka

Leigutaki skal meðhöndla, nota og stýra notkun tækisins í samræmi við gildandi lög, reglur og venjur og leiðbeiningar framleiðanda tækisins. Tækið skal aðeins nýta í þeim tilgangi sem því er ætlað.

Leigutaka er heimilt að sækja og afhenda tækið á starfsstöðu leigusala. Leigutaki ber fulla ábyrgð á tækinu við fermingu og affermingu.

Reynist tækið gallað eða bilað við afhendingu skal leigutaki upplýsa leigusala um það á fyrsta degi leigutímabils. Tilkynningar frá leigutaka eftir þann tíma hafa ekki gildi.

Leigutaka er ekki heimilt að annast eða láta framkvæma breytingar eða viðgerðir á tækinu. Allar breytingar eða viðgerðir skulu aðeins framkvæmdar af leigusala eða aðila sem hann tilnefnir. Leigutaki ber fulla ábyrgð á öllum breytingum eða viðgerðum sem hann framkvæmir eða lætur framkvæma. Leigusali ber hvorki kostnað né ábyrgð á viðgerðum sem leigutaki framkvæmdi eða lét framkvæma á tækinu.

Leigutaki skal tryggja fullt öryggi sitt, annarra og umhverfisins við notkun tækisins. Leigutaki skal framkvæma daglega skoðun á tækinu og athuga slit og viðhaldsþörf, svo sem vökva, hleðsla rafgeyma og rafhlaða, og þrif. Þannig skal leigutaki tryggja að tækið uppfylli þær kröfur sem til þess eru gerðar varðandi þann tilgang sem því er ætlað. Þá skal leigutaki tryggja að tækið verði ekki fyrir skemmdum af völdum veðurs.

Leigutaki skal annast reglubundið viðhald á tækinu í samræmi við ofangreint (smurning, vökvar, hleðsla, þrif). Leigutaki skal leita ráða hjá leigusala um viðhald sé þess þörf. Verði tækið fyrir skemmdum vegna skorts á viðhaldi ber leigutaki ábyrgð á því tjóni.

Leigutaka er óheimilt að lána eða endurleigja tækið til þriðja aðila án skriflegs samþykkis leigusala. Leigutaka er óheimilt að færa tækið frá þeim verkstað sem leigutaki tilgreindi við upphaf leigu án skriflegs samþykkis leigusala.

Við lok leigutímabils skal leigutaki skila tækinu í sama ástandi og það var í við upphaf leigutímabils. Tækinu telst ekki skilað fyrr en starfsmaður leigusala hefur móttekið það.

Leigutaki skal þrífa tækið vandlega fyrir skil. Hafi tækið orðið fyrir skemmdum meðan á leigutímabili stóð skal leigutaki greiða fyrir viðgerð.

Leigutaki skal greiða allan kostnað við notkun á tækinu, s.s. eldsneyti, smurningu, hreinsun, rafmagn, vatn o.sv.frv. Leigutaki skal endurgreiða leigusala fyrir fylgi- og íhluti sem eru skemmdir eða vantar, s.s. varahluti, verkfæri, handföng, snúrur, kapla, lykla o.sv.frv á því verði sem slíkar vörur fást almennt keyptar án tillits til þess hvort verðmæti tækisins hafi aukist við það.

Leigutaki ber alla ábyrgð á allri notkun tækisins, þ.m.t. líkamstjóni og eignatjóni óháð því hvort upplýsingar um tækið, frá framleiðanda þess, leigusala eða leigutaka hafi reynst rangar eða villandi og óháð því hvort tækið var nýtt í þeim tilgangi sem því var ætlað.

Leigutaki á ekki rétt á bótum vegna hvers konar taps eða tjóns sem hlýst af völdum tækisins eða notkunar á því, þ.m.t. tekjutapi. Þetta gildir einnig um tjón vegna vinnustöðvunar vegna bilunar eða galla á tækinu.

Leigusali ber enga ábyrgð á tjóni eða kostnaði sem hlýst af völdum Force Majeure.

Skyldur leigusala

Leigusala skal afhenda tækið þrifið, tilbúið til notkunar og í því ástandi sem lög krefjast við upphaf leigutímabils. Leigusali skal hafa heimild til að skoða tækið hvar og hvenær sem er án fyrirvara.

Leigusali skal skoða tækið innan hæfilegs tíma eftir að leigutaki hefur skilað því.

Áhætta og ábyrgð

Leigusali ber ábyrgð á farartækjum í samræmi við lög og reglur.

Leigutaki ber ábyrgð á tækinu frá og með móttöku þess á starfsstöð leigusala nema ef leigusali hefur annast flutning tækisins til leigutaka. Í þeim tilfellum ber leigutaki ábyrgð frá móttöku tækisins á umsömdum afhendingarstað.

Við þjófnað eða altjón á tæki sem er innan við 12 mánaða gamalt skal tjónið reiknað á grundvelli nývirðis sama eða samskonar tækis. Sé tækið eldra en 12 mánaða skal notast við sanngjarnt virði að mati leigusala.

Leigusali ber fulla ábyrgð á tjóni sem hlýst af völdum stórkostlegs gáleysis sín eða vegna brots á þessum skilmálum.

Leigutaka er ekki heimilt að minnka umfang ábyrgðar sinnar eða draga úr bótafjárhæðum á grundvelli trygginga sinna eða leigusala.

Þjófnaður, skemmdarverk og önnur brot á lögum eða reglum skulu tilkynnt til leigusala og lögreglu innan við 24 stundum eftir atburður er leigutaka ljós eða hefði mátt vera ljós. Leigutaki skal upplýsa leigusala skrifleg aum dagsetningu, umfang tjóns eða skemmda, staðsetningu og orsök. Ef þessar upplýsingar berast ekki til leigusala innan ofangreindra tímamarka skal leigutaki bæta leigusala tjónið að fullu.

Leigutaki skal bæta leigusala allt tjón vegna skemmdarverka, eldsvoða, þjófnaðar o.sv.frv. Komi slíkt upp greiðir leigutaki ávallt leigugjald frá upphafi leigutímabils þar til leigusali var upplýstur um atburðinn, til viðbótar við annað tjón leigusala.

Greiðslur og greiðsluskilmálar

Leigutaki skal greiða allan kostnað í tengslum við standsetningu, uppsetningu og frágang tækisins, flutning tækisins, notkun þess og viðhald og allan eldsneytiskostnað. Einnig kostnað vegna smurningar, rafmagns, mengunarvarna, vatnsnotkun o.sv.frv.

Leigusala er heimilt að innheimta leigugjald af leigutaka þegar leigutímabil nær yfir mánaðamót og hefur staðið í 14 daga, leigutímabil hefur náð 30 dögum, þegar 30 dagar eru liðnir frá síðustu innheimtu eða þegar tækinu er skilað til leigusala.

Við skil á tækinu til leigusala skal leigusali hreinsa tækið, fylla það af eldsneyti, olíu og smurningu á kostnað leigutaka.

Leigutaka er ekki heimilt að halda eftir greiðslu til leigusala að hluta eða öllu leyti vegna deilu við leigusala eða þriðja aðila eða vegna gagnkröfu.

Flutningur

Gjald sem innheimt er vegna flutnings á tækinu er miðað við þjappað og jafnt yfirborð sem höndlar akstur almennra farartækja. Leigutaki skal greiða viðbótargjald ef tækið er flutt á annars konar yfirborði.

Allur flutningur á tækinu er á kostnað leigutaka og verður innheimt samkvæmt verðskrá leigusala eða verðtilboð hans.

Leigutaki er meðvitaður um yfirvöld og opinberir aðilar gera eða geta gert kröfur í tengslum við notkun tækisins, s.s. leyfi, heimildir o.þ.h. Leigutaki skal bera allan kostnað í tengslum við slíkt.

Ef tækið er komið á umsamdan stað á umsömdum tíma en afferming tefst af orsökum sem ekki má rekja til leigusala skal leigutaki greiða kostnað vegna þess.

Annað

Brjóti leigutaki skilmála þessa eða greiði hann ekki reikning frá leigusala á eindaga er leigusala heimilt að sækja tækið á kostnað leigutaka án undangenginnar tilkynningar.

Leigusala ber ekki skylda til að veita leigutaka þjónustu utan opnunartíma sem finna má á vefsíðu leigusala. Veiti leigusali leigutaka þjónustu utan þess tíma skal leigusali innheimta fyrir það sérstakt gjald samkvæmt verðskrá.

Leigusali áskilur sér rétt til að leita allra nauðsynlegra upplýsinga, þar á meðal um fjármál viðskiptavina í gagnagrunni Creditinfo og í eigin gögnum varðandi fyrri viðskipti, þegar til viðskipta er stofnað, eða þegar umsókn um reikningsviðskipti eða breytingu þar á er til skoðunar.

Leigusala er heimilt að óska skráningar á vanskilaskrá Creditinfo á vanskilum sem varað hafa í minnst 40 daga frá eindaga.

Leigusala er heimilt að setja upp búnað í tækinu sem fylgist með staðsetningu þess og notkun. Leigutaki skuldbindur sig til að upplýsa starfsmenn sína um mögulega tilvist búnaðarins.

Um skilmála þessa fer samkvæmt íslenskum lögum. Mál vegna skilmála þessa verða rekin fyrir héraðsdómi Reykjavíkur.

Breytingar

Leigusali áskilur sér rétt til að breyta þessum skilmálum án fyrirvara. Skilmálar þeir sem birtir eru á vefsíðu leigusala ganga framar prentuðum eintökum.

Leigusali áskilur sér einnig rétt til að breyta gjaldskrá sinni án fyrirvara, þ.m.t. leiguverðum. Leigusali skal ávallt birta gildandi gjaldskrá sína og leiguverð á vefsíðu sinni.

Reykingar

Óheimilt er að reykja við eða í tengslum notkun á tækinu.

Notkun tækisins

Leigutaki skal upplýsa leigusala um tilgang notkunar á tækinu.

Leigutaki skal ekki heimila þeim sem eru yngri en 18 ára eða nota, prófa eða umgangast tækið og skal tryggja að þeir sem eru yngri en 18 ára geti ekki nálgast tækið.

Uppfylli leigutaki ekki ofangreint skal hann bera alla áhættu og ábyrgð á líkamstjóni, eignatjóni og tekjumissi vegna þess. Leigutaki skal tryggja skaðleysi leigusala falli ábyrgð á leigusala vegna þessa.