Við höfum sett saman tilboð sem samanstendur af öflugri rafhlöðuknúinni sláttuvél og öflugu sláttuorfi. Þessi tæki notast við sömu rafhlöðurnar sem hægt er að skipta á milli tækja eftir þörfum.

Rafhlöðuknúnar sláttuvélar

Þessar öflugu sláttuvélar frá Makita nota tvær 18V rafhlöður. Rafhlöðuknúnar sláttuvélar eru einfaldar og þægilegar í notkun. Þær eru mun hljóðlátari í notkun en eldsneytisknúnar sláttuvélar, þær menga ekki og þurfa mun minna viðhald. Rafhlöðurnar má taka úr og nýta í önnur garðverkfæri frá Makita en einnig handverkfæri, ryksugur o.fl.

Rafhlöðuknúin sláttuorf

Rafhlöðuknúnu sláttuorfin frá Makita eru tilvalin fyrir þá sem vilja losna við hávaðann sem fylgir bensínknúnum sláttuorfum en þurfa meiri sveigjanleika en hefðbundin rafknúin sláttuorf. Líkt og með sláttuvélarnar er einfalt að fjarlægja rafhlöðurnar og nýta í sláttuvélarnar að ofan, önnur garðverkfæri frá Makita, en einnig í handverkfæri, ryksugur o.fl.

Rafhlöðuknúnar keðjusagir

Þessar öflugur keðjusagir frá Makita sameina kraft og sveigjanleika. Þar sem þær eru rafhlöðuknúnar fylgir þeim mun minni hávaði en hefðbundnum keðjusögum. Þær eru léttari, þurfa mun minna viðhald og menga ekki. Líkt og með önnur rafhlöðuknúin verkfæri frá Makita er einfalt að fjarlægja rafhlöðurnar og nýta í sláttuvélarnar og sláttuorfin að ofan, önnur garðverkfæri frá Makita, en einnig í handverkfæri, ryksugur o.fl.

Rafhlöðuknúnar hekkklippur

Með rafhlöðuknúnu hekkklippunum frá Makita þarft þú ekki lengur að hafa áhyggjur af því að klippa rafmagnssnúruna í sundur. Á sama tíma hefur þú segjanleika til að klippa hekk hvar sem er án þess að valda ónæði með hávaða frá bensínmótor. Líkt og með önnur rafhlöðuknúin verkfæri frá Makita er einfalt að fjarlægja rafhlöðurnar og nýta í sláttuvélarnar, sláttuorfin og keðjusagirnar að ofan, önnur garðverkfæri frá Makita, en einnig í handverkfæri, ryksugur o.fl.