Þessi persónuverndarstefna (eða „stefnan“) útskýrir hvernig Þór hf. (einnig „við“ eða „félagið“) nýtir þær persónuupplýsingar sem við söfnum um þig þegar þú heimsækir heimasíðuna okkar.
Hvaða upplýsingum söfnum við
Félagið safnar eftirfarandi upplýsingum:
- Persónugreinanlegum upplýsingum
- Nafni
- Kennitölu
- Tölvupóstfangi
- Heimilisfangi
- Símanúmerum
- Vinnustað
- IP tölum
Hvernig söfnum við upplýsingum
Þú gefur okkur upp megnið af þeim upplýsingum sem við söfnum. Við söfnum og vinnum upplýsingar þegar þú:
- Skráir þig sem notanda á vefsíðunni eða pantar vörur af henni
- Fyllir út notenda- og þjónustukannanir
- Sendir okkur tölvupóst
- Sendir okkur skilaboð á samfélagsmiðlum
- Skoðar eða notar heimasíðuna okkar með tilstilli vefkakna (e. cookies)
Félagið kann einnig að öðlast gögn um þig frá eftirfarandi aðilum:
- Viðskiptabankar
- Eftirlitsfyrirtæki s.s. Creditinfo
Hvernig nýtum við upplýsingarnar um þig
Félagið safnar upplýsingum um þig svo við getum:
- Afgreitt pantanir frá þér
- Haft umsjón með aðgangi þínum að heimasíðunni
- Sent þér upplýsingar um þær vörur og þjónustu sem við bjóðum upp á
- Innt þig eftir áliti þínu á þeim vörum og þjónustu sem þú hefur keypt hjá okkur
- Bætt virkni markaðsefnis og heimasíðunnar okkar
Hvernig varðveitum við gögnin þín
Við varðveitum gögnin þín á vefþjóni sem hýstur er af Netheimum ehf.
Við varðveitum þær upplýsingar sem við söfnum um þig í tvö ár frá því þú
- Notaðir heimasíðuna
- Sendir okkur tölvupóst eða skilaboð á samfélagsmiðlum
- Fékkst kynningarefni frá okkur
Að loknum þeim tíma eyðum við upplýsingunum þínum.
Markaðssetning
Okkur langar að senda þér upplýsingar um þær vörur og þjónustu sem við bjóðum upp á og teljum að gætu hentað þér.
Ef þú hefur samþykkt móttöku markaðsefnis getur þú ávallt dregið samþykkið til baka síðar.
Þú hefur rétt á að fara fram á að við hættum að hafa samband við þig í markaðssetningu.
Hver eru réttindi þín til varðandi varðveislu upplýsinga
Við viljum vera viss um að þú sért upplýst/-ur um réttindi þín tengd varðveislu upplýsinga. Hver notandi á rétt á eftirfarandi:
Aðgangsréttur
Þú átt rétt á að óska eftir afritum af persónuupplýsingum þínum sem við varðveitu. Við kunnum að krefjast greiðslu fyrir þessa þjónustu
Réttur til leiðréttingar
Þú átt rétt á því að fá leiðréttar persónuupplýsingar um þig, sem þú telur rangar. Þú getur einnig beðið Persónuvernd um að bæta upplýsingum við þær persónuupplýsingar sem við höfum um þig og þú telur ófullnægjandi.
Réttur til eyðingar
Þú átt rétt á að við eyðum þínum persónuupplýsingum í ákveðnum aðstæðum.
Réttur til takmörkunar á vinnslu
Þú átt rétt á að við takmörkum vinnslu á persónuupplýsingum þínum í ákveðnum aðstæðum.
Réttur til að andmæla vinnslu
Þú átt rétt á að andmæla vinnslu persónuupplýsinga um þig í ákveðnum aðstæðum.
Réttur til að flytja upplýsingar
Þú átt rétt á að óska eftir því að við flytjum upplýsingar sem við höfum safnað um þig til annars aðila eða þín í ákveðnum aðstæðum.
Viljir þú nýta rétt þinn samkvæmt ofangreindu þá hafðu vinsamlegast samband við okkur í síma 568 1500 eða sendu okkur tölvupóst á thor@thor.is.
Hvað eru vefkökur
Vefkökur eru textaskrár sem eru vistaðar á tækinu þín til að safna stöðluðum upplýsingum um notkun notenda. Þegar þú heimsækir heimasíðuna okkur kunnum við að safna upplýsingum frá þér með sjálfvirkum hætti með notkun vefkakna eða sambærilegrar tækni.
Þú getur kynnt þér vefkökur nánar með því að heimsækja allaboutcookies.org.
Hvernig notum við vefkökur
Við notum vefkökur með ýmsum hætti til að bæta upplifun þína á heimasíðu okkar, t.d. með því að:
- Skrá þig inn á vefsíðuna
- Halda utan um innkaupakörfuna þína
- Athuga hvernig þú notar heimasíðuna
Hvernig vefkökur notum við
Það eru margar vefkökur til, en okkar vefsíða notar:
- Virkni – Við notum þessar vefkökur til að aðgreina þig frá öðrum notendum heimasíðunnar og halda utan um stillingar sem þú hefur valið, s.s. tungumál, staðsetningu. Við notumst við blöndu af okkar eigin vefkökum og kökum frá þriðja aðila
- Markaðssetning – Við notum þessar vefkökur til að safna upplýsingum um heimsóknir þínar á vefsíðuna, það efni sem þú skoðar, hlekkina sem þú smelltir á, upplýsingar um tækið þitt og vafrann sem þú notaður og IP töluna þína. Við deilum ákveðnum takmörkuðum þáttum af þessum upplýsingum með þriðja aðila í markaðssetningartilgangi. Þetta kann að þýða að þér eru birtar auglýsingar sem byggja á notkun þinni á heimasíðunni okkar.
Umsjón með vefkökum
Þú getur stillt tækið þitt eða vafrann til að taka ekki á móti vefkökum og vefsíðan hér að ofan leiðbeinir þér um hvernig þú getur fjarlægt vefkökur af tækinu þínu eða vafranum. Hins vegar má vera að heimasíðan okkar virki ekki sem skyldi ef þú gerir það.
Persónuverndarstefna annarra heimasíða
Á heimasíðu okkar er að finna hlekki á aðrar heimasíður. Persónuverndarstefna okkar gildir aðeins um okkar heimasíðu svo ef þú smellir á hlekk sem færir þig á aðra heimasíðu ættir þú að kynna þér persóunverndarstefnu hennar.
Breytingar á persónuverndarstefnunni okkar
Við yfirförum og endurnýjum persónuverndarstefnuna okkar reglulega og setjum uppfærða persónuverndarstefnu hingað. Þessi persónuverndarstefna var síðast uppfærð 1. apríl 2022.
Hvernig hefur þú samband við okkur
Ef þú hefur spurningar um eða athugasemdir við persónuverndarstefnuna okkar, gögnin sem við söfnum um þig eða ef þú vilt nýta þér eitthvað af þeim réttindum sem hér er lýst biðjum við þig að hafa samband við okkur í síma 568 1500 eða með tölvupósti í thor@thor.is.
Hvernig á að hafa samband við eftirlitsaðila
Ef þú vilt leggja fram kvörtun eða ef þér þykir persónuverndarstefnan okkar ekki hafa uppfyllt þær kröfur sem til hennar eru gerðar getur þú haft samband við Persónuvernd.